Sneri aftur eftir smit og var stigahæstur

Martin Hermannsson átti frábæran leik í dag.
Martin Hermannsson átti frábæran leik í dag.

Martin Hermannsson sneri aftur í lið Valencia og átti stórleik þegar það vann sterkan 87:82 útisigur á Unicaja Málaga í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik karla í dag.

Martin, sem smitaðist af kórónuveirunni á dögunum, lét það ekkert á sig fá og var stigahæstur allra í endurkomunni ásamt Norris Cole í liði Málaga, en báðir skoruðu þeir 16 stig í leik dagsins.

Martin tók auk þess eitt frákast og gaf þrjár stoðsendingar á þeim rétt rúmu 19 mínútum sem hann spilaði í dag.

mbl.is