Spænskur liðstyrkur til Grindavíkur

Grindvíkingar styrkja sig.
Grindvíkingar styrkja sig. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Spænski framherjinn Javier Valeiras hefur skrifað undir samning við körfuknattleiksdeild Grindavíkur um að leika með karlaliðinu út yfirstandandi tímabil.

Karfan.is greinir frá.

Valeiras er 23 ára gamall og 203 sentimetrar á hæð.

Hann hefur á undanförnum árum leikið í bandaríska háskólaboltanum þar sem hann lék fyrir Golden Knights, lið Gannon-háskólans í Pennsylvaníuríki. Útskrifaðist Valeiras þaðan á síðasta ári.

Áður en hann fór í háskóla í Bandaríkjunum lék hann með yngri flokkum Badajoz í heimalandinu.

mbl.is