Góður útisigur hjá Söru

Sara Rún Hinriksdóttir leikur með Phoenix Constanta í Rúmeníu.
Sara Rún Hinriksdóttir leikur með Phoenix Constanta í Rúmeníu. Ljósmynd/FIBA

Sara Rún Hinriksdóttir landsliðskona í körfuknattleik og samherjar hennar í Phoenix Constanta unnu í dag góðan útisigur á Cluj Napoca í rúmensku A-deildinni, 59:56.

Phoenix var undir lengi vel en tryggði sér sigurinn með góðum endaspretti. Sara skoraði 7 stig fyrir Phoenix, tók fjögur fráköst og átti þrjár stoðsendingar en hún lék næstmest í liðinu, tæpar 33 mínútur.

Sigurinn var mikilvægur fyrir Phoenix sem komst uppfyrir Cluj í töflunni og í fimmta sætið af þrettán liðum í deildinni.

mbl.is