Martin drjúgur í lokin í Evrópusigri

Martin Hermannsson var sterkur á lokakaflanum.
Martin Hermannsson var sterkur á lokakaflanum. Ljósmynd/FIBA

Spænska liðið Valencia hafði betur gegn Ulm frá Þýskalandi í Evrópubikarnum í körfubolta í kvöld, 76:70.

Ulm var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi 42:27, Ulm í vil. Martin Hermannsson og félagar gáfust hinsvegar ekki upp og með glæsilegum seinni hálfleik tryggði liðið sér sex stiga sigur.

Martin skoraði fjögur síðustu stig Valencia, öll af vítalínunni, og gerði alls átta stig, gaf fimm stoðsendingar og tók eitt frákast á 23 mínútum. Valencia er í þriðja sæti B-riðils með sex sigra og þrjú töp eftir níu leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert