Þórir lék afar vel í Hollandi

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson heldur áfram að gera góða hluti í …
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson heldur áfram að gera góða hluti í Hollandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson átti afar góðan leik fyrir Landstede Hammers er liðið vann 82:75-sigur á Leeuwarden í efstu deild Hollands í körfubolta í kvöld.

Þórir skoraði 18 stig, tók sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar á rúmum 37 mínútum, en íslenski landsliðsmaðurinn hefur leikið vel síðan hann gekk í raðir Landstede frá KR á dögunum.

Landstede er í þriðja sæti hollensku deildarinnar með 25 stig eftir 15 leiki, fjórum stigum á eftir toppliði Den Bosch.

mbl.is