Fátt fær stöðvað Warriors

Steph Curry, leikmaður Warriors í baráttunni við Nikola Vucevic, leikmann …
Steph Curry, leikmaður Warriors í baráttunni við Nikola Vucevic, leikmann Bulls í leiknum í nótt. AFP

Lið Golden State Warriors lítur mjög vel út en það vann enn einn leikinn í NBA-deildinni í körfubolta vestanhafs í nótt. Liðið vann sterkan 138:96 sigur á Chicago Bulls sem hefur einnig spilað mjög vel í vetur.

Slóveninn Luka Doncic fór fyrir sínum mönnum í Dallas Mavericks þegar þeir unnu 112:85 sigur á Memphis Grizzlies. Doncic gerði þrefalda tvennu í leiknum en hann skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.

Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan.

Orlando Magic 116:109 Charlotte Hornets

Toronto Raptors 87:103 Detroit Pistons

Pheonix Suns 112:94 Indiana Pacers

Boston Celtics 99:111 Philadelphia 76'ers

Golden State Warriors 138:96 Chicago Bulls

Atlanta Hawks 118:124 Miami Heat

Cleveland Cavaliers 114:109 San Antonio Spurs

Dallas Mavericks 112:85 Memphis Grizzlies

Houston Rockets 114:126 Sacramento Kings

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert