Lakers og LeBron knúðu fram sigur

LeBron James leitar leiða til að komast framhjá Royce O'Neale …
LeBron James leitar leiða til að komast framhjá Royce O'Neale í leik Lakers og Utah Jazz í nótt. AFP

Los Angeles Lakers með LeBron James í fararbroddi sneri tapi upp í sigur í nótt þegar Utah Jazz kom í heimsókn í Staples Center.

Utah var lengi vel yfir og staðan var 83:74 snemma í fjórða leikhluta en Lakers náði að jafna um hann miðjan og knúði fram sigurinn á lokakaflanum. LeBron skoraði 25 stig fyrir Lakers, átti sjö stoðsendingar og tók sjö fráköst.

Devin Booker fór hamförum með Phoenix Suns og skoraði 48 stig í útisigri gegn San Antonio Spurs, 121:107. Fjórði sigur Phoenix í röð og liðið stendur best að vígi allra í deildinni með 34 sigra í 43 leikjum.

Slóveninn Luka Doncic náði sinni þriðju þreföldu tvennu í janúarmánuði þegar Dallas knúði fram sigur á Oklahoma City, 104:102. Doncic skoraði 20 stig, átti 12 stoðsendingar og tók 11 fráköst.

Úrslitin í nótt:

Orlando  Portland 88:98
Miami   Toronto 104:99
Dallas  Oklahoma City 104:102
San Antonio  Phoenix 107:121
LA Lakers  Utah 101:95

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert