Unnu í endurkomu Curry

Steph Curry kátur í nótt.
Steph Curry kátur í nótt. AFP

Golden State Warriors vann þægilegan 102:86-sigur á Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt þegar stórstjarnan Steph Curry sneri aftur eftir að hafa glímt við meiðsli að undanförnu.

Curry lét nokkuð lítið fyrir sér fara þegar kom að stigaskorun en skoraði þó 18 stig fyrir Golden State.

Liðsfélagi hans Klay Thompson var stigahæstur í leiknum með 21 stig. Þá skoraði Andrew Wiggins 19 stig fyrir liðið.

Einn annar leikur fór fram í NBA-deildinni í nótt. Þar vann Minnesota Timberwolves nauman 112:110 útisigur á New York Knicks.

Anthony Edwards og Karl-Anthony Towns fóru fyrir gestunum úr Minnesota þegar þeir skoruðu 21 og 20 stig.

Stigahæstur í leiknum var hins vegar Frakkinn Evan Fournier með 27 stig. Julius Randle fylgdi þar á eftir með 21 stig og var nálægt þrefaldri tvennu þar sem hann tók einnig níu fráköst og gaf níu stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert