Akureyringar engin fyrirstaða fyrir Njarðvík

Veigar Páll Alexandersson sækir að Þórsurum í kvöld.
Veigar Páll Alexandersson sækir að Þórsurum í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sig

Nicolas Richotti var stigahæstur Njarðvíkinga þegar liðið vann öruggan sigur gegn Þór frá Akureyri í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í 13. umferð deildarinnar í kvöld.

Njarðvíkingar og Þórsarar frá Akureyri leiddu saman hesta sína í Subway deild karla í kvöld. Leikið var í Ljónagryfju Njarðvíkinga og var þetta einn af fáum leikjum sem hægt var að halda til streytu vegna ýmist sóttvarna, sóttkvía eða smitgátta.  Það voru að Njarðvíkingar að lokum sem höfðu nokkuð áreynslulausan sigur en þó tók það þá tíma að brjóta niður ólseiga Þórsara þetta kvöldið. 

Það var lítil reisn yfir þessum leik þetta kvöldið. Stemmningin í takti við félagslíf landans þessar stundir og tók það alveg góðar 10 til 15 mínútur að körfuknattleik að sjá almennilegt líf í leikmönnum á vellinum.  Njarðvíkingar höfðu þó alltaf yfirhöndina í leiknum en voru ekkert að sýna á sér neinar sparihliðar.  Þórsarar á meðan voru að sýna fínan fyrri hálfleik og börðust vel fyrir sínu. Seinni hálfleikur var þeim hinsvegar afar erfiður þegar Njarðvíkingar mættu töluvert grimmari til leiks og þá sérstaklega varnarlega.  Smiðshöggið kom svo í þriðja leikhluta þegar Njarðvíkingar voru búnir að koma sér í 15 stiga forystu og var eftirleikurinn nokkuð auðveldur eftir það þar sem Þórsarar virtust algerlega þróttlausir í sínum aðgerðum. 

Það er fátt markvert hægt að týna út úr þessum leik.  Njarðvíkingar í raun gerðu bara nóg til að sigra og óhætt að segja að stigs getumunur er á þessum tveimur liðum.  Þórsarar geta lítið gott tekið frá kvöldinu nema þá ágætis fyrri hálfleik. Tvö stig í sarpinn hjá Njarðvíkingum sem hoppa í 2. sæti deildarinnar en Þórsrar verma botnsætið með aðeins tvö stig og risa leikur hjá þeim í næstu umferð gegn Vestra. 

Njarðvík 95:62 Þór Ak. opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert