Elvar og félagar í vænlegri stöðu

Elvar Már Friðriksson átti góðan leik í kvöld.
Elvar Már Friðriksson átti góðan leik í kvöld. Ljósmynd/FIBA

Elvar Már Friðriksson og samherjar hans í Antwerp Giants eru komnir með annan fótinn í undanúrslit belgísku bikarkeppninnar í körfuknattleik eftir stórsigur gegn Mechelen á útivelli í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar í kvöld.

Leiknum lauk með 117:77-sigri Anterp Giants en Elvar Már skoraði 14 stig, tók fjögur fráköst og gaf fimm stoðsendingar á 26 mínútum.

Liðin mætast á nýjan leik í síðari leik sínum í 8-liða úrslitum keppninnar í Antwerp á sunnudaginn.

mbl.is