Sigruðu með 56 stiga mun

Adam Eiður Ásgeirsson var stigahæstur hjá Hetti með 25 stig.
Adam Eiður Ásgeirsson var stigahæstur hjá Hetti með 25 stig. Ljósmynd/Höttur körfubolti

Höttur náði í kvöld tveggja stiga forskoti á toppi 1. deildar karla í körfuknattleik með því að vinna stórsigur á Hetti á Egilsstöðum, 119:63, eða með 56 stiga mun.

Staðan í hálfleik var 63:21 en Höttur er kominn með 26 stig, tveimur meira en Haukar sem eiga leik til góða. Álftanes er síðan með 22 stig í þriðja sætinu og ljóst að þessi þrjú lið slást á lokaspretti tímabilsins um hvert þeirra fer beint upp í úrvalsdeildina. Hin tvö fara síðan í umspil ásamt tveimur næstu liðum en sem stendur eru Sindri og Fjölnir með bestu stöðuna í fjórða og fimmta sæti.

Gangur leiksins:: 5:2, 10:2, 22:7, 31:12, 36:14, 46:18, 54:21, 63:21, 68:32, 79:36, 89:39, 99:41, 105:47, 108:54, 114:56, 119:63.

Höttur: Adam Eiður Ásgeirsson 25/6 fráköst, Arturo Fernandez Rodriguez 20, Timothy Guers 19/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigmar Hákonarson 14, Brynjar Snær Gretarsson 12/6 fráköst, Matej Karlovic 12/5 fráköst/8 stoðsendingar, Juan Luis Navarro 10/16 fráköst/7 stoðsendingar, David Guardia Ramos 5/4 fráköst, Sigurjón Trausti G. Hjarðar 2/6 fráköst.

Fráköst: 33 í vörn, 18 í sókn.

Hamar: Dareial Corrione Franklin 21/8 fráköst/7 stoðsendingar/7 stolnir, Maciek Klimaszewski 19/5 fráköst, Haukur Davíðsson 11/5 fráköst, Sigurður Dagur Hjaltason 8, Baldur Freyr Valgeirsson 2/4 fráköst, Daníel Sigmar Kristjánsson 2.

Fráköst: 20 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Stefán Kristinsson, Einar Valur Gunnarsson.

mbl.is