Sjöundi sigurinn í röð

Chris Paul og Devin Booker skoruðu samtals 60 stig fyrir …
Chris Paul og Devin Booker skoruðu samtals 60 stig fyrir Phoenix Suns í nótt. AFP

Phoenix Suns hélt áfram sigurgöngu sinn í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt og lagði Utah Jazz að velli í uppgjöri tveggja af efstu liðum Vesturdeildarinnar, 115:109.

Phoenix vann sinn sjöunda leik í röð og er nú með langbestu stöðuna af öllum liðum í NBA, 37 sigra í 46 leikjum. Utah er í fjórða sæti Vesturdeildar með 30 sigra í 48 leikjum.

Devin Booker skoraði 33 stig fyrir Phoenix og Chris Paul 27. Paul átti jafnframt 14 stoðsendingar.

Chicago Bulls lagði Oklahoma City Thunder í hörkuleik á útivelli, 111:110, þar sem Nikola Vucevic skoraði 26 stig fyrir Chicago, Ayo Dosunmu 24 og Zach LaVine 23. Vucevic tók auk þess 15 fráköst.

Kevin Love skoraði sex þriggja stiga körfur og 20 stig í allt fyrir Cleveland sem vann New York Knicks í hörkuleik, 95:93.

Úrslitin í nótt:

Phoenix - Utah 115:109
Oklahoma City - Chicago 110:111
New Orleans - Indiana 117:113
Cleveland - New York 95:93

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert