Þriðji sigur ÍR í röð kom í Keflavík

Igor Maric var stigahæstur ÍR-inga í kvöld.
Igor Maric var stigahæstur ÍR-inga í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

ÍR vann sinn þriðja leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, þegar liðið heimsótti Keflavík í Blue-höllina í Keflavík í 14. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 94:77-sigri ÍR en Igor Maric var stigahæstur Breiðhyltinga með 26 stig og fimm fráköst.

Keflavík byrjaði leikinn betur og leiddi með sex stigum eftir fyrsta leikhluta, 27:21. Jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta og var staðan 49:42, Keflavík í vil, í hálfleik.

ÍR-ingar náðu yfirhöndinni í þriðja leikhluta þegar þeir skoruðu 24 stig gegn 13 stigum Keflavíkur og ÍR leiddi með fjórum stigum að honum loknum, 66:62.

Breiðhyltingar leiddu með þremur stigum þegar sex mínútur voru til leiksloka, 74:71, en þá kom skelfilegur kafli hjá Keflvíkingum og ÍR fagnaði öruggum sigri.

Sigvaldi Eggertsson skoraði 21 stig fyrir ÍR Jordan Semple 19 stig. Jaka Brodnik var stigahæstur Keflvíkinga með 20 stig og Dominykas Milka skoraði 16 stig og tók átta fráköst.

ÍR er með 12 stig í áttunda sæti deildarinnar en Keflavík er sem fyrr í efsta sætinu með 20 stig en þetta var annar tapleikur liðsins í röð í deildinni.

Gangur leiksins:: 9:5, 13:17, 20:21, 27:21, 30:28, 37:36, 41:39, 49:42, 51:45, 54:57, 57:59, 62:66, 67:72, 71:77, 73:82, 77:94.

Keflavík: Jaka Brodnik 20/4 fráköst, Dominykas Milka 16/8 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/7 fráköst/8 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 9, Darius Tarvydas 7, Calvin Burks Jr. 7, Magnús Pétursson 2, Ágúst Orrason 2.

Fráköst: 24 í vörn, 7 í sókn.

ÍR: Igor Maric 26/5 fráköst, Sigvaldi Eggertsson 21, Jordan Semple 19/7 fráköst, Triston Isaiah Simpson 18/8 stoðsendingar, Breki Gylfason 8, Collin Anthony Pryor 2/4 fráköst/6 stoðsendingar.

Fráköst: 16 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Johann Gudmundsson, Sigurður Jónsson.

Áhorfendur: 10

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert