Frestað vegna smita hjá Breiðabliki

Blikar eru að glíma við kórónuveirusmit.
Blikar eru að glíma við kórónuveirusmit. mbl.is/Unnur Karen

Leik Breiðabliks og Tindastóls í Subway-deild karla í körfubolta sem var á dagskrá í kvöld hefur verið frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Breiðabliks. Leikurinn verður spilaður mánudaginn 7. febrúar.

Tveir leikir eru áfram á dagskrá í kvöld. KR og Grindavík mætast í Vesturbæ klukkan 18:15 og Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn fá Stjörnuna í heimsókn klukkan 20:15.

mbl.is