Meistararnir aftur á sigurbraut

Ronaldas Rutkauskas var öflugur í kvöld.
Ronaldas Rutkauskas var öflugur í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn komust aftur á sigurbraut í Subway-deild karla í körfubolta eftir tvo tapleiki í röð er liðið vann -sigur á Stjörnunni á heimavelli í kvöld.  

Eftir jafnan fyrri hálfleik lögðu Þórsarar grunninn að sigrinum með góðum þriðja leikhluta, sem liðið vann með tíu stigum. Stjarnan komst ekki nærri því að jafna í lokaleikhlutanum.

Luciano Massarelli átti afar góðan leik fyrir Þór og skoraði 30 stig og Ronaldas Rutkauskas bætti við 15 stigum og tók 11 fráköst sömuleiðis. Hilmar Smári Henningsson skoraði 18 stig fyrir Stjörnuna og Robert Turner gerði 15.

Þór fór með sigrinum upp að Njarðvík í öðru sæti en bæði lið eru með 18 stig, tveimur minna en topplið Keflavíkur. Stjarnan er í sjötta sæti með 14 stig.

Gangur leiksins: 5:6, 11:8, 14:14, 25:19, 27:27, 31:32, 41:39, 50:50, 50:55, 54:57, 61:60, 70:60, 77:65, 79:67, 81:70, 88:75.

Þór Þ.: Luciano Nicolas Massarelli 30/5 stoðsendingar, Ronaldas Rutkauskas 15/11 fráköst/6 stoðsendingar, Daniel Mortensen 14/12 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 11, Glynn Watson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 7.

Fráköst: 27 í vörn, 9 í sókn.

Stjarnan: Hilmar Smári Henningsson 18/6 fráköst, Robert Eugene Turner III 15, David Gabrovsek 12/7 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 9/6 fráköst, Gunnar Ólafsson 7/8 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 6/9 fráköst, Shawn Dominique Hopkins 6, Kristján Fannar Ingólfsson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 16 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Gunnlaugur Briem, Birgir Örn Hjörvarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert