Riftir samningi á Spáni

Dagur Kár Jónsson er farinn frá Ourense.
Dagur Kár Jónsson er farinn frá Ourense. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Körfuknattleiksmaðurinn Dagur Kár Jónsson hefur rift samningi sínum við spænska félagið Ourense vegna persónulegra ástæðna.

Dagur staðfesti tíðindin við Karfan.is í dag. Hann kveðst ekki vita hvert næsta skref verður en hann kom til Ourense frá Grindavík í október á síðasta ári.

Dagur skoraði 10 stig, tók 2 fráköst og gaf 2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Ourense í þriðju efstu deild Spánar.

Dag­ur Kár er 26 ára gam­all skot­bakvörður sem er upp­al­inn hjá Stjörn­unni en hef­ur lék með Grinda­vík frá ár­inu 2016, að und­an­skildu tíma­bil­inu 2018/​2019 þegar hann lék með Flyers Wels í aust­ur­rísku 1. deild­inni, þar til hann fór til Spánar.

mbl.is