„Fannst við svolítið ráðvilltar“

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur, sagði baráttu og einbeitingu Hauka hafa skilið á milli í 62:82-tapi liðsins gegn Haukum í öðrum leik úrslitaeinvígis Íslandsmótsins í körfuknattleik í Njarðvík í kvöld.

„Það var ákveðin barátta og einbeiting sem var þeirra megin. Þær byrja á því að komast í 9:0, við svörum mjög vel og komum okkur inn í leikinn en á löngum köflum í fyrri hálfleik fannst mér við svolítið ráðvilltar.

Við erum með ákveðna hluti sem við viljum gera en ég veit ekki hvort að lætin inni í húsinu séu að trufla okkur, að skilaboðin séu ekki að komast á milli manna, en við þurfum að gera betur í að vera undir stjórn því að um leið og við erum undir stjórn gerum við vel á löngum köflum.

Það var líka óþarfi að gefa þeim þetta 7:0 „rönn“ í byrjun þriðja leikhluta, það svolítið gerir út um leikinn,“ sagði Rúnar Ingi í samtali við mbl.is eftir leik.

Viðtalið við Rúnar Inga má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert