Vinna að því að fá flytja þá bestu heim til Bandaríkjanna

Brittney Griner í leik með Phoenix Mercury, liði hennar í …
Brittney Griner í leik með Phoenix Mercury, liði hennar í WNBA-deildinni. AFP/Christian Petersen

Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur gefið það út að bandaríska körfuknattleiksstjarnan Brittney Griner sé ólöglega í haldi í Rússlandi að mati þess eftir að hún var handtekin þar í landi í febrúar síðastliðnum.

Griner, sem er talin ein besta ef ekki besta körfuboltakona sögunnar, var handtekin á flugvelli í Moskvu vegna þess að hún var með hylki sem innihélt kannabisolíu í sínum fórum, sem er ólögleg í Rússlandi.

„Utanríkisráðuneytið hefur ákvarðað að Rússland hafi handtekið bandaríska ríkisborgarann Brittney Griner á ólögmætan hátt.“

Griner hefur leikið í Rússlandi á meðan tímabilið í WNBA er ekki í gangi undanfarin ár.

„Öryggi bandarískra borgara er í hæsta forgangi hjá hjá utanríkisráðuneytinu.

Griner hefur í tvígang unnið til ólympíugulls með Bandaríkjunum, hefur unnið WNBA-meistaratitil og verið valin sjö sinnum í úrvalslið deildarinnar.

Utanríkisráðuneytið vinnur nú að því að fá hana framselda til Bandaríkjanna og hyggst ekki bíða eftir dómsúrskurði rússneskra dómstóla í máli hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert