Einn sá besti mögulega ekki meira með

Ja Morant í þriðja leik Memphis og Golden State.
Ja Morant í þriðja leik Memphis og Golden State. AFP/Thearon W. Henderson

Einn besti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta á tímabilinu, Ja Morant, sem leikur með Memphis Grizzlies er meiddur og verður mögulega ekki meira með.

Liðið er 3:1-undir í undanúrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar gegn Golden State Warriors en Morant gat ekki leikið fjórða leik liðanna vegna eymsla í hné. Fyrir það hafði hann skorað rúmlega 38 stig að meðaltali í fyrstu þremur leikjunum.

Nú er komið í ljós að meiðslin eru alvarlegri en í fyrstu var talið. Beinmar er í hægra hnéi leikmannsins og verður hann líklega ekki meira með á tímabilinu. Ljóst er að hann verður að minnsta kosti ekki meira með í einvíginu gegn Golden State.

mbl.is