Phoenix náði forystunni með stórsigri

Devin Booker með boltann í leiknum í nótt.
Devin Booker með boltann í leiknum í nótt. AFP/Christian Petersen

Phoenix Suns vann 110:80-stórsigur á Dallas Mavericks í fimmta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í einvíginu er því 3:2, Phoenix í vil.

Dallas var yfir eftir fyrsta leikhluta en Phoenix sneri því við í öðrum. Í seinni hálfleik var svo aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi.

Devin Booker var stigahæstur í liði Phoenix með 28 stig en Deandre Ayton kom næstur með 20.

Hjá Dallas skoraði Luka Doncic 28 stig og tók 11 fráköst en Jalen Brunson skoraði 21 stig.

Sjötti leikur liðanna fer fram aðfararnótt föstudags.

mbl.is