Hilmar Smári og Breki aftur í Hauka

Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, ásamt Breka Gylfasyni og …
Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, ásamt Breka Gylfasyni og Hilmari Smára Henningssyni við undirskriftina í dag. mbl.is/Gunnar Egill

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur tilkynnt um endurkomu tveggja leikmanna í Hafnarfjörðinn. Þetta eru þeir Hilmar Smári Henningsson, sem kemur frá Stjörnunni, og Breki Gylfason, sem kemur frá ÍR.

Haukar unnu 1. deildina á nýafstöðnu tímabili og komust þar með beint aftur upp í úrvalsdeild eftir að hafa fallið úr henni fyrir ári síðan.

Hilmar Smári, sem leikur sem skotbakvörður, er uppalinn hjá Haukum og snýr nú aftur í uppeldisfélagið í annað sinn.

Hefur hann einnig leikið með Þór frá Akureyri og spænska liðinu Valencia á ferli sínum.

Miðherjinn Breki er uppalinn hjá Breiðabliki og hefur einnig leikið með Grindavík og háskólaliði Appalachian State Mountaineers en semur nú við Hafnarfjarðarliðið í þriðja sinn á ferli sínum.

mbl.is