Jókerinn bestur annað árið í röð

Nikola Jokic er engum líkur.
Nikola Jokic er engum líkur. AFP/Matthew Stockman

Serbneski miðherjinn Nikola Jokic, leikmaður Denver Nuggets, hefur verið útnefndur besti og mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfuknattleik, annað árið í röð.

Á síðasta ári varð Jokic, gjarna kallaður Jókerinn, fyrsti leikmaður í sögu Denver til þess að hreppa hnossið.

Í ár hafði hann betur gegn Joel Embiid hjá Philadelphia 76ers og Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks.

Jokic varð á þessu tímabili fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem náði að skora að minnsta kosti 2.000 stig, taka 1.000 fráköst og gefa 500 stoðsendingar í heildina

Hann varð um leið fyrsti leikmaðurinn til þess að vera með að minnsta kosti 25 stig, 13 fráköst og sex stoðsendingar að meðaltali í leik á einu tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert