Dallas Mavericks knúði í nótt fram oddaleik í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta með 113:86-sigri á Phoenix Suns.
Dallas leiddi með þriggja stiga mun að loknum fyrsta leikhluta og jók bara forystuna eftir það. Að lokum vann liðið 27 stiga stórsigur.
Luka Doncic var magnaður í liði Dallas en hann skoraði 33 stig, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Þá stal hann einnig fjórum boltum. Reggie Bullock var næst stigahæstur í liði Dallas með 19 stig.
Hjá Phoenix var Deandre Ayton stigahæstur með 21 stig og 11 fráköst. Devin Booker kom næstur með 19 stig.
Liðin þurfa því að mætast í sjöunda sinn til að skera úr um hvort liðið mætir Miami í úrslitum Austurdeildarinnar. Sá leikur fer fram á laugardagskvöldið n.k.