Miami í úrslit Austurdeildar

Butler í leiknum í nótt.
Butler í leiknum í nótt. AFP/Tim Nwachukwu

Miami Heat er komið í úrslitaeinvígi Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta vestanhafs eftr 99:90-sigur á Philadelphia 76'ers í sjötta leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu í nótt. Miami fer því áfram eftir að hafa unnið einvígið 4:2.

Leikurinn var í járnum framan af en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn af níu stiga sigri Miami.

Jimmy Butler var stigahæstur í liði Miami með 32 stig og átta fráköst. Max Strus kom næstur með 20 stig og 11 fráköst.

Hjá Philadelphia voru Joel Embiid og Tyrese Maxey stigahæstir með 20 stig hvor en Embiid tók einnig 12 fráköst.

Miami mun því mæta annað hvort Dallas Mavericks eða Phoenix Suns í úrslitum Austurdeildarinnar en einvígi þeirra er komið alla leið í oddaleik.

mbl.is