Enginn stal einu eða neinu

Pavel Ermolinskij reynir að komast framhjá Sigurði Gunnari Þorsteinssyni í …
Pavel Ermolinskij reynir að komast framhjá Sigurði Gunnari Þorsteinssyni í öðrum leik liðanna í Síkinu á Sauðárkróki. Þar mætast liðin á ný annað kvöld. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Pavel Ermolinskij leikmaður Vals í körfubolta var nokkuð hress þegar blaðamaður Morgunblaðsins sló á þráðinn til hans í gærdag. Valur vann þriðja leik úrslitaeinvígis Íslandsmótsins gegn Tindastóli á fimmtudagskvöldið og er því kominn í 2:1.

Liðin mætast í fjórða sinn á Sauðárkróki annað kvöld og þar getur Valur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í 39 ár.

Aðspurður hvernig leikurinn horfi við Valsmönnum eftir að hafa sofið á honum sagði Pavel Tindastól hafa verið betra liðið heilt yfir.

„Leikurinn lítur bara nokkuð svipað við manni og í gær. Ég held að það séu flestir sammála um að yfir 40 mínútur var Tindastóll betra liðið í þessum leik. Það samt var enginn að stela einu né neinu eins og maður heyrði svolítið í gær. Við horfum frekar á þetta þannig að það sem þeir gerðu, að ná þessu forskoti, er í raun einfaldara. Þegar þú ert 6-10 stigum yfir, með hald á hinu liðinu, er þægilegt að spila. Það sem við þurftum að gera á þessum síðustu 10-12 mínútum er miklu erfiðara. Þetta var ekki ósanngjarnt á neinn hátt vegna þess að svona endurkoma krefst rosalega mikils.“

Viðtalið við Pavel er í heild sinni í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »