Tryggvi og félagar héldu sér uppi

Tryggvi Snær Hlinason og hans lið héldu sér uppi.
Tryggvi Snær Hlinason og hans lið héldu sér uppi. mbl.is/Árni Sæberg

Tryggvi Hlinason og lið hans, Zaragoza, hélt sér uppi í í A-deild Spánar í körfubolta eftir 77:72 sigur á Murcia í kvöld. 

Tryggvi var með þrjú stig og sex frákost í leiknum og spilaði rétt undir 13. mínútur. Zaragoza heldur sér því uppi og sendir MoraBanc Andorra og San Pablo Burgos niður. 

Valencia, lið Martin Hermannssonar vann 89:85 sigur á Obradorio í kvöld. Martin var fjarverandi vegna meiðsla.

Valencia endar því í þriðja sæti á eftir Barcelona og Real Madrid. Liðið mætir Baskonia í 8 liða úrslitum úrslitakeppninnar. 

mbl.is