Verður áfram í Keflavík

Robert Turner (t.h.) leikmaður Stjörnunnar og Jaka Brodnik í leik …
Robert Turner (t.h.) leikmaður Stjörnunnar og Jaka Brodnik í leik í vetur. mbl.is/Arnþór Birkisson

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur tilkynnt að Jaka Brodnik, leikmaður liðsins verði áfram í herbúðum félagsins.

“Við erum sérlega ánægð með að hafa tryggt okkur starfskrafta Jaka áfram. Jaka er auðvitað frábær leikmaður og gefur okkur bæði hæð og mikinn sóknarþunga en það er ekki það eina sem hann færir liðinu. Jaka er léttur og skemmtilegur karakter sem hefur fallið vel inn í samfélagið sem eru ekki síður mikilvægir þættir í því að búa til gott og skemmtilegt körfuboltalið,“ sagði Magnús Sverrir Þorsteinsson, nýkjörinn formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur eftir undirskriftina.

Á nýliðnu tímabili skoraði Jaka Brodnik 14 stig og tók 5,5 fráköst að meðaltali í leik.

mbl.is