Dallas kemur öllum á óvart

Luca Doncic hefur farið á kostum með Dallas Mavericks.
Luca Doncic hefur farið á kostum með Dallas Mavericks. AFP/Christian Petersen

Fyrir úrslitakeppnina í NBA-deildinni spáði undirritaður að Phoenix Suns og Milwaukee Bucks kæmust í lokaúrslitarimmuna í deildinni þar sem þessi lið vissu hvað til þess þyrfti – sérstaklega að mæta með rétt keppnisskap og hugarfar í alla leiki keppninnar.

Skemmst er frá því að segja að síðustu leikirnir í átta liða úrslitunum á sunnudag sýndu enn einu sinni að best er fyrir mann að hafa smá auðmýkt þegar til spádóms í íþróttum kemur. Hluti af skilgreiningu á orðinu íþrótt er hugmyndin um „vandamál með útkomu“, þ.e. að við vitum ekki útkomu keppninnar fyrirfram. Þetta er eitt af því sem laðar marga að íþróttakeppni.

Í nútímaþjóðfélagi eru íþróttir eitt af því fáa þar sem við getum aldrei vitað fyrir fram hvað gerist. Engar skoðanakannanir hjálpa okkur að segja fyrir um úrslitin fyrir fram. Jafnvel bestu sérfræðingar verða oft að játa að spár eru bara það. Spár.

Sjáðu greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »