Fulltrúar Tindastóls og Vals á Alþingi

Íslandsmeistaratitilinn fer á loft á Hlíðarenda í kvöld.
Íslandsmeistaratitilinn fer á loft á Hlíðarenda í kvöld. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir og Stefán Vagn Stefánsson mættu í vinnuna á Alþingi í dag í treyjum merktum Val og Tindastól.

Valur tekur á móti Tindastól í fimmta og jafnframt oddaleik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmóts karla í körfuknattleik í Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld klukkan 20:15 en leikurinn verður í beinni textalýsingu á mbl.is.

Helga Vala er mikill Valsara en eiginmaður hennar Grímur Atlason er formaður körfuknattleiksdeildar Vals og þá leikur dóttir þeirra Ásta Júlía Grímsdóttir með kvennaliði félagsins.

Stefán Vagn er oddviti Framsóknarmanna í norðvesturkjördæmi en hann var yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki áður en hann settist á þing.

Hugurinn flöktir örlítið og hjartað tekur aukaslag,“ skrifaði Helga Vala í færslu sem hún birti á Facebook.

„Annað liðið mun sigra í kvöld en bæði eiga sinn fulltrúa á Alþingi. Áfram Valur! Áfram körfubolti,“ bætti Helga Vala við.

mbl.is