Körfuboltaguðirnir góðir

Pavel Ermolinskij, til hægri, var klökkur í leikslok.
Pavel Ermolinskij, til hægri, var klökkur í leikslok. mbl.is/Kristinn Magnússon

Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari í körfubolta í áttunda skipti í fyrrakvöld er hann og liðsfélagar hans í Val unnu 73:60-heimasigur á Tindastóli í oddaleik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins. Titillinn var sá fyrsti hjá Val frá árinu 1983 eða í 39 ár. Pavel virtist tala við Íslandsmeistarabikarinn er hann tók við honum í Origo-höllinni.

„Ég sagði við hann að ég væri kominn aftur. Það er langt síðan ég sá hann,“ sagði Pavel við Morgunblaðið strax eftir leik en hann varð síðast meistari árið 2019 með KR. „Ég hef verið mjög heppinn í gegnum tíðina og ég get ekki kvartað yfir neinu en það er alltaf gott að sjá þennan bikar aftur,“ bætti Pavel við.

Lifir í eigin heimi

Hann segir lífið og tilveruna vera aðeins öðruvísi þegar í úrslitakeppnina er komið og þá sérstaklega í úrslitaeinvígið.

„Þessir dagar eru mjög sérstakir. Þú reynir að búa til smá búbblu og lifir í eigin heimi. Það eru engir samfélagsmiðlar og engar fréttir. Ég var t.d. í Angry Birds í allan dag og reyndi að bíða aðeins með að detta í þessa stemningu sem er í húsinu. Maður getur farið yfir um ef maður byrjar of snemma í þessu. Maður heldur rónni og svo byrjar leikurinn og þá bara gerist það sem gerist,“ sagði Pavel.

Sjáðu viðtalið í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »