Þórir stigahæstur í tapi

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson (nr. 9) eftir magnaðan sigur íslenska landsliðsins …
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson (nr. 9) eftir magnaðan sigur íslenska landsliðsins á því ítalska fyrr á árinu. mbl.is/Árni Sæberg

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, landsliðsmaður í körfuknattleik, var stigahæstur allra þegar lið hans Landstede Hammers mátti þola 79:89-tap á heimavelli í fyrri leik liðsins gegn Antwerp Giants í 16-liða úrslitum sameiginlegrar úrslitakeppni Hollands og Belgíu í kvöld.

Þórir Guðmundur skoraði 20 stig og tók auk þess sex fráköst á 37 mínútum.

Síðari leikur liðanna fer fram næstkomandi þriðjudagskvöld en aðeins eru leiknir tveir leikir í 16-liða úrslitunum þar sem samanlagt stigaskor yfir leikina tvo gildir.

mbl.is