Árið er 1983

Rikharður Hrafnkelsson og Tim Dwyer leikmaður og þjálfari Vals með …
Rikharður Hrafnkelsson og Tim Dwyer leikmaður og þjálfari Vals með Íslandsbikarinn 1983. Morgunblaðið

Árið er 1983. Mánudagskvöldið 21. mars. Laugardalshöllin er tæplega átján ára gamalt glæsilegt íþróttamannvirki og þar fer fram síðasti leikur úrvalsdeildar karla í körfubolta. Hreinn úrslitaleikur tveggja efstu liðanna, Vals og Keflavíkur.

Leikurinn er ekki spilaður í íþróttahúsi Hagaskóla eins og heimaleikir Reykjavíkurliðanna voru yfirleitt á þessum árum. Nú dugar ekki annað en sjálf Höllin.

Bakvörður dagsins er 22 ára, á sínum öðrum vetri í starfi sem íþróttafréttamaður, og þetta er ein af stóru og eftirminnilegu stundunum frá þessum tíma.

Liðin eru með 28 stig hvort og langefst í sex liða úrvalsdeild þar sem leikin var fjórföld umferð. Úrslitakeppnin hefur ekki verið fundin upp og heldur ekki þriggja stiga karfan.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert