Golden State tveimur yfir eftir endurkomu

Stephen Curry og Luka Dončić stigahæstir í kvöld.
Stephen Curry og Luka Dončić stigahæstir í kvöld.

Golden State Warriors vann Dallas Mavericks 126:117 í úr­slit­um Vest­ur­deild­ar NBA-körfu­bolt­ans í Banda­ríkj­un­um eftir endurkomu í nótt. Golden State er því komið í 2:0 í einvíginu eftir tvo heimasigra. 

Staðan var 72:58 fyrir Dallas Mavricks í fyrri hálfleik en Golden State náði svo góðum 25:13 og 43:32 kafla í þriðja og fjórða leikhluta og sigldi sigrinum heim. 

Stephen Curry skoraði 32 stig, var með 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Jordan Poole skoraði 21 stig og átti 5 stoðsendingar. Luka Dončić var með 42 stig, 5 fráköst og 8 stoðsendingar, stórleikur hjá Slóvenanum þrátt fyrir tap. 

Fjóra sigra þarf til að fara í loka­úr­slita­ein­vígið og mæt­ir sig­urliðið annað hvort Miami Heat eða Bost­on Celtics í loka­úr­slit­um.

mbl.is