Töpuðu fyrsta leik með minnsta mun

Martin Hermannsson og félagar í Valencia töpuðu með minnsta mun …
Martin Hermannsson og félagar í Valencia töpuðu með minnsta mun í kvöld. Ljósmynd/Valencia Basket

Martin Hermannsson og samherjar hans hjá Valencia máttu þola 79:80-tap á heimavelli gegn Baskonia í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum um spænska meistaratitilinn í körfubolta í kvöld.

Íslenski leikstjórnandinn lék aðeins í fjórar mínútur í kvöld og tók eitt frákast. Hann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur.

Annar leikurinn fer fram á heimavelli Baskonia næstkomandi laugardag. Tvo sigra þarf til að fara áfram í undanúrslitin.

mbl.is