Borche nýr þjálfari Fjölnis

Borche Ilievski tekur við Fjölni.
Borche Ilievski tekur við Fjölni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borche Illievski Sansa er nýr þjálfari Fjölnis í meistaraflokki karla í körfuknattleik. Þetta staðfestir félagið á heimasíðu sinni. Hann semur til þriggja ára og mun einnig þjálfa aðra flokka.

Borche hefur farið víða um land síðan hann tók við Vestra árið 2006. Hann hefur einnig þjálfað Tindastól, Breiðablik og ÍR. Undandarið ár hefur hann þjálfað yngri flokka hjá KR. 

Í samtali við Fjölni Körfu hafði Borche þetta að segja:

„Ég hef ákveðið að taka áskoruninni og taka að mér þjálfun Fjölnisliðsins sem er ungt og mjög efnilegt. Það hefur greinilega hlotið góða þjálfun á undanförnum árum. Það þarf að halda vel utan hópinn og verkefnið er skýrt. Við þurfum sem hópur að efla liðsheildina dag frá degi og bæta okkur tæknilega, líkamslega og taktískt. Við erum klárlega með leikmenn sem geta náð mjög langt.

Markmiðið okkar er að verjast af ákefð og spila hraðan bolta með góðu flæði, það er stóra áskorunin. Leikmennirnir eiga mikið inni og ég er 100% viss um að fjölmörg tækifæri bíða okkar. 

Þetta snýst allt um að leikmenn, sem vilja ná langt, forgangsraði og leggi sig alla fram. Ég mun hjálpa þeim með þetta og er virkilega ánægður með hópinn,“ sagði Borche að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert