Portúgalskur bakvörður í Val

Valskonur hafa fengið portúgalskan liðstyrk.
Valskonur hafa fengið portúgalskan liðstyrk. mbl.is/Árni Sæberg

Körfuknattleiksdeild Vals hefur samið við portúgalska leikmanninn Somone Costa um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Hún kemur til félagsins frá Uniao Sportiva í heimalandinu.

Costa skoraði 11 stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.

Hún hefur einnig leikið með Nottingham Wildcats á Englandi og í bandaríska háskólaboltanum.

mbl.is