Pedersen útskýrir fjarveru Kristófers

Craig Pedersen fyrir æfinguna í Ólafssal í dag.
Craig Pedersen fyrir æfinguna í Ólafssal í dag. mbl.is/Arnþór Birkisson

Kristófer Acox, leikmaður Íslandsmeistara Vals, er ekki í 16 manna leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik. Hann gaf ekki kost á sér í síðasta landsliðsverkefni í febrúar síðastliðnum og var ekki í æfingahópi sem var tilkynntur í þarsíðustu viku.

Craig Pedersen landsliðsþjálfari sagði ástæðuna fyrir fjarveru Kristófers að þessu sinni ósköp einfalda.

„Hann var valinn en hann meiddist aftur á fæti í úrslitaeinvíginu. Hann hefur ekki jafnað sig almennilega á þeim meiðslum og hann finnur ennþá fyrir þeim. Hann er meiddur sem stendur,“ útskýrði Pedersen í samtali við mbl.is fyrir æfingu landsliðsins í Ólafssal á Ásvöllum í dag.

Nánar er rætt við Craig Pedersen í ítarlegu viðtali sem birtist á íþróttasíðum Morgunblaðsins á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert