Irving áfram í New York

Kyrie Irving verður áfram í New York.
Kyrie Irving verður áfram í New York. AFP

Körfuboltamaðurinn Kyrie Irving verður áfram hjá Brooklyn Nets á næsta tímabili. Hann ætlar að uppfylla fjögurra ára og 37 milljóna dollara samning sinn við Brooklyn. 

The Athletic greinir frá

Á mánudaginn bað Irving um að fá leyfi til að leita eftir nýju félagi. Hann var orðaður við Los Angeles félögin, La Lakers og LA Clippers, og búist var við því að ef hann myndi finna félag færi einnig stjarna liðsins Kevin Durant frá félaginu. En Irving ætlar að halda tryggð við Brooklyn og Durant. 

Brooklyn Nets var sópað úr keppni af Boston Celtics í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar fyrr í vor. Það voru mikil vonbrigði fyrir liðið og ætlar það sér lengra á næsta tímabili. 

mbl.is