Staða sem Ísland hefur aldrei verið í áður

Kristinn Pálsson og Jón Axel Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins …
Kristinn Pálsson og Jón Axel Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins í gær. mbl.is/Arnþór Birkisson

Einn mikilvægasti leikur karlalandsliðsins í körfubolta um árabil fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði á föstudagskvöldið þegar Ísland fær lið Hollands í heimsókn.

Undankeppni heimsmeistaramótsins hefur heldur betur þróast Íslandi í hag og liðið er í góðri stöðu eftir útisigur gegn Hollendingum og hinn gríðarlega óvænta heimasigur á Ítölum í spennutryllinum á Ásvöllum í febrúarmánuði.

Sigur á föstudag myndi þýða að Ísland tæki með sér þrjá sigurleiki og einn tapleik yfir í seinni undankeppnina þar sem sex þjóðir bítast um þrjú sæti á HM 2023.

Lokakeppni heimsmeistaramóts hefur ávallt verið fjarlægur draumur fyrir Ísland en nú er hún allt í einu orðinn raunhæfur möguleiki. Erfiðir mótherjar bíða síðar á árinu en eftir sem áður er liðið komið í stöðu sem það hefur aldrei verið í áður.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert