Ísland burstaði Noreg

Ísland burstaði Noreg með 46 stigum fyrr í dag.
Ísland burstaði Noreg með 46 stigum fyrr í dag. Ljósmynd/Karfan.is

U18 ára landslið stúlkna í körfubolta burstaði jafnaldra sína frá Noregi í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Úrslitin voru 90:44 Íslandi í vil. 

Karfan.is greinir frá 

Emma Sóldís Hjördísardóttir var atkvæðamest í leiknum með 21 stig og fimm fráköst. Næst atkvæðamest var Anna Lára Vignisdóttir með 16 stig og átta fráköst. 

Staðan var 26:8 er fyrsta leikhluta lauk og yfirburðir Íslands strax sjáanlegir. Ísland fór með 23 stiga forystu inn í búningsklefa, 43:20. Ísland gerði svo út um leikinn í þriðja leikhluta og var yfir með 37 stigum fyrir þann fjórða og lokatölur voru svo 90:44, 46 stiga munur. 

Næsti leikur Íslands er svo gegn Danmörku á morgun. 

mbl.is