Durant vill yfirgefa Brooklyn

Kevin Durant vill róa á önnur mið.
Kevin Durant vill róa á önnur mið. AFP

Körfuboltastjarnan Kevin Durant, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni, hefur óskað eftir því að fá að skipta um félag.

Adrian Wojnarowski, sérfræðingur í NBA-deildinni hjá ESPN, greinir frá því á twitteraðgangi sínum í kvöld að Durant hafi persónulega farið þess á leit við Joe Tsai, eiganda Brooklyn, að fá að skipta um félag.

Phoenix Suns og Miami Heat eru efst á óskalista Durants en Brooklyn mun fyrst og fremst líta til þess hvar hag þeirra er best borgið þegar kemur að skiptum.

Durant á fjögur ár eftir af samningi sínum við Brooklyn og samkvæmt Wojnarowski munu fjöldi liða vera opin fyrir því að losa sig við leikmenn og/eða gefa eftir forgangsval í nýliðavali til þess að bera víurnar í hann.

mbl.is