Skrifar undir stærsta samning í sögu NBA

Nikola Jokic er einstakur leikmaður.
Nikola Jokic er einstakur leikmaður. AFP

Serbneski körfuknattleiksmaðurinn Nikola Jokic mun skrifa undir stærsta samning í sögu bandarísku NBA-deildarinnar hjá félagi hans Denver Nuggets. 

Frá þessu greinir The Athletic 

Jokic var í ár valinn í annað skipti í röð leikmaður ársins í NBA-deildinni. Hann skoraði 27,1 stig, tók 13,8 fráköst og var með 7.9 stoðsendingar að meðaltali í leik á nýliðinni leiktíð. 

Denver endaði í sjötta sæti Vesturdeildarinnar og fór í úrslitakeppnina en datt strax út gegn verðandi meisturum Golden State Warrios 

Jokic mun skrifa undir fimm ára samning, andvirði 264 milljónir dollara. Samningurinn mun fara í gegn tímabilið 2023-24 og til 2027-28. 

Serbinn varð á tímabilinu sá fyrsti til að ná yfir 2000 stigum, 1000 fráköstum og 500 stoðsendingum á tímabili. 

mbl.is