HM er ekki lengur bara fjarlægur draumur

Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í körfu Hollendinga. Hann skoraði …
Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í körfu Hollendinga. Hann skoraði 20 stig. mbl.is/Óttar Geirsson

Þeir eru ótrúlegir, íslensku landsliðsmennirnir í körfubolta. Hvernig þeim tókst að herja út sigur á Hollendingum á Ásvöllum í gærkvöld, 67:66, eftir að hafa verið undir meirihluta leiksins er nánast óskiljanlegt. Eiginlega ólýsanlegt.

Sigur sem er svo gríðarlega dýrmætur fyrir framhaldið. Sigur sem getur fleytt liðinu svo langt. Sigur sem kemur liðinu í kjörstöðu og það verður tilhlökkunarefni að sjá það glíma við Spán, Úkraínu og Georgíu í hörðum slag um sæti í lokakeppni HM. Sem eftir þennan magnaða sigur er orðið meira en bara langsóttur draumur.

Strákarnir eru komnir í frábæra stöðu og fram undan eru spennandi mánuðir fyrir íslenskan körfubolta. HM 2023 í austurhluta Asíu, þangað gæti Ísland komist. Þrátt fyrir að þurfa að hefja leik á fyrsta stigi forkeppninnar. Og án annars af tveimur fremstu körfuboltamönnum landsins, Martins Hermannssonar.

Annar leikhlutinn virtist ætla að verða banabiti íslenska liðsins. Leikmönnum var gjörsamlega fyrirmunað að hitta í körfuna og Ísland skoraði fimm, segi og skrifa fimm stig í leikhlutanum. Eftir fyrri hálfleikinn var þriggja stiga nýting íslenska liðsins 6,3 prósent, eitt skot af sextán rataði rétta leið!

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »