Mættu ekki til leiks og vísað úr keppni

Landslið Malí hefur verið vísað úr keppni.
Landslið Malí hefur verið vísað úr keppni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Karlalandslið Malí hefur verið vísað úr undankeppni Afríku fyrir heimsmeistaramótið í körfubolta á næsta ári. 

Liðsmenn Malí mættu ekki til leiks í síðustu tveimur leikjum sínum gegn Úganda og Nígeríu í gær og í fyrradag. Samkvæmt reglum alþjóðakörfuboltasambandsins verður liði vísað úr keppni ef það gefur leik í annað skipti og því verður Malí vísað úr keppni. 

Malí tekur því ekki meiri þátt í undankeppninni og andstæðingar liðsins fá gefin sigur. 

mbl.is