Ítalir unnu Íslandsriðilinn

Elvar Már Friðriksson í leik Ítalíu og Íslands í vetur …
Elvar Már Friðriksson í leik Ítalíu og Íslands í vetur en þar unnu Ítalir heimaleik sinn með átta stiga mun eftir tveggja stiga tap á Ásvöllum. Ljósmynd/FIBA

Ítalir tryggðu sér sigur í H-riðli undankeppni heimsmeistaramóts karla í körfuknattleik, riðli Íslands, með því að sigra Hollendinga á útivelli í kvöld, 92:81.

Ítalir og Íslendingar urðu þar með jafnir og efstir í riðlinum með 6 stig en Ítalir vinna hann á hagstæðari innbyrðis stigamun. Hollendingar enda hinsvegar neðstir án stiga.

Liðin þrjú taka öll stigin með sér yfir í seinni undankeppnina og þar eru Ítalía og Ísland nú jöfn og efst með sex stig en Spánn og Georgía koma næst með fjögur stig. Úkraína er með tvö stig en Holland ekkert. Þrjú efstu liðin komast á HM 2003.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert