Kominn í Stjörnuna úr KR

Adama Darboe í leik með KR.
Adama Darboe í leik með KR. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Körfuknattleikslið Stjörnunnar hefur fengið til liðs við sig danska landsliðsmanninn Adama Darboe sem lék með KR síðasta vetur og samið við hann fyrir næsta keppnistímabil.

Darboe er 36 ára gamall bakvörður sem á langan feril að baki. Hann lék með Hörsholm og Svendborg, spilaði tímabilið 2007-2008 með Grindavík en síðan sænsku liðunum Jämtland og Borås. Darboe lék með danska toppliðinu Bakken Bears í fimm ár áður en hann kom til KR fyrir síðasta tímabil.

Darbo var með 16,9 stig og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í leik með KR-ingum síðasta vetur en hann er m.a. öflug þriggja stiga skytta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert