Veiktist nóttina fyrir brottför

Anna Ingunn Svansdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu í Finnlandi.
Anna Ingunn Svansdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu í Finnlandi. mbl.is/Óttar Geirsson

Keflvíkingurinn Anna Ingunn Svansdóttir fór ekki með íslenska landsliðinu í körfubolta til Finnlands, þar sem liðið leikur vináttuleik við Finnland í dag og Svíþjóð á morgun.

Anna veiktist nóttina fyrir brottför og ferðaðist því ekki með liðinu. Anna hefur leikið tvo landsleiki fyrir Íslands hönd.

Ekki var valinn leikmaður í stað Önnu í verkefnið og verður íslenski hópurinn því aðeins skipaður ellefu leikmönnum á mótinu í stað tólf.

mbl.is