Ungur KR-ingur fékk mikið hrós frá virtum greinanda ESPN

Almar Orri Atlason.
Almar Orri Atlason. Ljósmynd/FIBA

Almar Orri Atlason leikmaður KR átti frábæran leik þegar íslenska 18 ára landsliðið í körfubolta komst í undanúrslit B-deildar Evrópumótsins í gærkvöldi.

Almar Orri vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í leiknum en hann skoraði 22 stig, tók 15 fráköst, gaf sex stoðsendingar og varði tvö skot. 

Jonathan Givony, greinandi ESPN fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar vestanhafs sagði á Twitter-síðu sinni að frammistaða Almars væri ein sú besta sem hann hefði séð í sumar.

Ísland mætir Svíþjóð í undanúrslitum mótsins í dag. Leikurinn hefst klukkan 15.00.

mbl.is