Ísland í fjórða sæti í Rúmeníu

Elías Bjarki Pálsson var stigahæstur í íslenska liðinu.
Elías Bjarki Pálsson var stigahæstur í íslenska liðinu. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U20 ára landslið karla í körfubolta hafnaði í fjórða sæti í B-deild Evrópumótsins í Rúmeníu eftir 66:72-tap fyrir Finnlandi í bronsleiknum í dag.

Ísland var með 37:30 forskot í hálfleik en finnska liðið reyndist sterkara í seinni hálfleiknum.

Elías Bjarki Pálsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 13 stig. Daníel Ágúst Halldórsson gerði 12 stig og tók sjö fráköst og Almar Orri Atlason skoraði ellefu stig og tók tíu fráköst.

Ísland vann Eistland, Írland, Úkraínu og Bosníu en tapaði fyrir Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert