Einn Íslendingur í úrvalsliði EM

Almar Orri Atlason átti afar gott mót fyrir Ísland.
Almar Orri Atlason átti afar gott mót fyrir Ísland. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U18 ára landslið karla í körfubolta hafnaði í fjórða sæti í B-deild Evrópumótsins í Rúmeníu, en mótinu lauk um helgina.

KR-ingurinn Almar Orri Altason átti afar gott mót og var valinn í úrvalslið þess í mótslok. Tölfræði Almars var til fyrirmyndar, en hann skoraði 18 stig, tók 11 fráköst og gaf tvær stoðsendingar að meðaltali.

Jonathan Givony, sérfræðingur á ESPN, hrósaði Almari sérstaklega eftir sigur Íslands á Bosníu í átta liða úrslitum. „Hann átti eina bestu frammistöðu sem ég hef séð í sumar,“ skrifaði hann um Almar.

mbl.is